Miðar seljast vel á Ísland-Spánn
Miðasala á leik Íslands og Spánar gengur vel en selt er í fyrsta skipti í gegnum nýtt miðasölukerfi á vegum midi.is. Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum Skífunnar á höfuðborgarsvæðinu og BT-tölva á Akureyri og Egilsstöðum.
Í dag, fimm dögum áður en landsleikurinn fer fram, hafa selst rúmlega 6000 miðar í sæti. Eftir eru því tæplega 4000 miðar í sæti og fara miðarnir hratt þessa stundina. Einnig er hægt að kaupa miða í stæði á þennan leik, vegna þess að um vináttulandsleik er um að ræða.
Ljóst er að mikill áhugi er á þessum landsleik og ættu landsmenn því að tryggja sér miða í tíma.