• fös. 11. ágú. 2006
  • Fræðsla

25 þjálfarar fara til Englands á KSÍ VI þjálfaranámskeiðið

Þjálfari að störfum
coaching4

Fræðslunefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur valið úr 35 umsóknum sem bárust frá þjálfurum sem vildu komast inn á KSÍ VI þjálfaranámskeiðið sem verður haldið á Lilleshall, Englandi þann 29.október - 5.nóvember næstkomandi.  Fræðslunefndin ákvað að veita 25 þjálfurum inngöngu á námskeiðið, en setja hina 10 þjálfarana á biðlista.  Við valið var tekið tillit til núverandi þjálfarastöðu, þjálfunarreynslu, leikmannsferils og annarra þátta. 

Þjálfarar meistaraflokks, 2.flokks og yfirþjálfarar áttu að mörgu leyti meiri möguleika að komast á námskeiðið enda er námsefnið sniðið að þjálfun þessara flokka.   Eins og sjá má á lista umsækjenda eru mjög margir færir þjálfarar sem sóttust eftir að komast á námskeiðið og var val fræðslunefndar því mjög erfitt.

Þátttakendur á KSÍ VI þjálfaranámskeiðinu í Lilleshall, 29.okt-5.nóv 2006:
1 Andri Marteinsson   
2 Ásmundur Arnarsson   
3 Ásmundur Haraldsson   
4 Dragan Stojanovic   
5 Garðar Gunnar Ásgeirsson   
6 Gary Wake   
7 Guðjón Þorvarðarson   
8 Guðmundur Magnússon   
9 Halldór Þ. Halldórsson   
10 Heimir Guðjónsson   
11 Ingvar Magnússon   
12 Jóhannes Karl Sigursteinsson   
13 Jón Þ. Sveinsson   
14 Kristinn Guðbrandsson   
15 Lárus Orri Sigurðsson   
16 Páll V. Gíslason   
17 Pétur Pétursson   
18 Ragna Lóa Stefánsdóttir   
19 Sigurður Víðisson   
20 Sigurlás Þorleifsson   
21 Sigursteinn Gíslason   
22 Vilberg Marinó Jónasson   
23 Zoran Daníel Ljubicic   
24 Þorsteinn Halldórsson   
25 Þór Hinriksson 

Biðlisti (í stafrófsröð):
26 Bjarki Þórir Valberg   
27 Guðjón Örn Jóhannsson   
28 Guðmundur Ó. Pálsson   
29 Jón Hálfdán Pétursson   
30 Mikael Nikulásson   
31 Óli H. Sigurjónsson   
32 Unnar Þór Garðarsson   
33 Viðar Jónsson   
34 Þórólfur Sveinsson   
35 Örlygur Þór Helgason 

Verð þjálfaranámskeiðsins er 160.000 krónur. 

Innifalið í verðinu er eftirfarandi:
Rútuferð til Keflavíkur og tilbaka
Flug til London og tilbaka
Gisting og fullt fæði í viku á Lilleshall (3 máltíðir og 2 kaffitímar á dag)
Miði á leik Man. City - Middlesbrough  og vonandi Liverpool-Reading
Æfingagalli, regnjakki, KSÍ bolur og sokkar
Námskeiðsgögn, námskeiðsgjald og rútukostnaður í Englandi.

Þátttakendur þurfa að staðfesta þátttöku sína á þjálfaranámskeiðinu með því að greiða 40.000 krónur inn á ferðina fyrir 6. september næstkomandi.  

Það er hægt að semja um greiðslur við Pálma Jónsson fjármálastjóra KSÍ ef einhver vill dreifa greiðslum.

Reikningsupplýsingar KSÍ eru eftirfarandi:
Kennitala KSÍ: 700169-3679
Reikningsnúmer KSÍ: 0101-26-700400
Upphæð: 160.000 krónur

Flugupplýsingar:
1  FI 454 G 29OCT 7 KEFLHR HK30         1630 1930   *1A/E*
2  FI 455 G 05NOV 7 LHRKEF HK30      2  2035 2335   *1A/E*

Kennarar námskeiðsins:
Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ
Guðni Kjartansson U-19 ára landsliðsþjálfari Íslands
Ólafur Kristjánsson þjálfari mfl. karla hjá Breiðablik
+ 1 kennari til viðbótar frá Íslandi

Einnig verður leitast eftir að fá 2-3 fyrirlesara frá enska knattspyrnusambandinu.

Fararstjóri:
Ragnheiður Elíasdóttir starfsmaður á skrifstofu KSÍ

Dagskrá námskeiðsins og nánari upplýsingar verða sendar út síðar.