Miðasala á Ísland - Spánn hafin
Miðasala á vináttulandsleik Íslands og Spánar er hafin á ksi.is og midi.is. Sala aðgöngumiða á landsleiki fer nú fram í nýju miðasölukerfi fyrir Laugardalsvöll frá midi.is. Kaupendum gefst kostur á að velja sér það sæti sem viðkomandi vilja sitja í.
Að kaupum loknum fær kaupandinn sendan e-miða í tölvupósti, sem hægt er að prenta út og nota sem aðgöngumiða á völlinn. Einnig er hægt að sækja miða í verslanir Skífunnar og BT um land allt, gegn framvísun skilríkja.
Frá og með miðvikudeginum 9. ágúst gefst fólki einnig kostur á að kaupa miða á leikinn í verslunum Skífunnar og BT.
Verð
Forsala til og með 14. ágúst
- Sæti í rauðu eða bláu svæði kr. 2.500
- Sæti i grænu svæði kr. 1.000
- Stæði kr. 800
Miðaverð á leikdag 15. ágúst
- Sæti í rauðu eða bláu svæði kr. 3.000
- Sæti i grænu svæði kr. 1.500
- Stæði kr. 1.000
ATH! Forsöluafsláttur til og með 14. ágúst kr. 500 í sæti - kr. 200 í stæði
Börn 16 ára og yngri fá miðana með 50% afslætti.
Hægt er að kaupa miða með því að smella á valmyndina á forsíðu ksi.is, á midi.is eða með því að smella hér. Ennþá er hægt að kaupa miða á leiki í Landsbankadeild karla. Er það einnig gert á midi.is eða með því að smella hér.
Hópurinn tilkynntur á þriðjudag
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, mun á þriðjudag tilkynna íslenska hópinn. Von er á því að báðar þjóðir tefli fram sínum sterkustu liðum.