• þri. 01. ágú. 2006
  • Landslið

Tap gegn Dönum hjá U17 karla

U17_karla_NM2006_Danir
U17_karla_NM2006_Danir

Íslenska U17 karlalandsliðið tapaði gegn Dönum í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Færeyjum.  Lokatölur urðu 1-3 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1-1.  Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslendinga.

Danir komust yfir eftir hornspyrnu á 15. mínútu en Viðar Örn jafnaði leikinn með laglegu marki á 22. mínútu.  Þannig stóðu leikar þegar að gengið var til búningsherbergja í hálfleik. 

Danska liðið náði svo að bæta við tveimur mörkum í seinni hálfleik, það fyrra á 60. mínútu og það síðara á 79. mínútu.  Þar við sat og Danir fögnuðu sigri.

Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í riðlinum á fimmtudaginn þegar att verður kappi við heimamenn í Færeyjum.  Á laugardaginn verður svo leikið til úrslita um sæti á mótinu.

Mynd: Byrjunarliðið gegn Danmörku.