• mán. 31. júl. 2006
  • Landslið

Finnar lagðir í fyrsta leiknum

U17_karla_NM2006_Finnar
U17_karla_NM2006_Finnar

Íslenska U17 karlalandsliðið fór vel af stað á Norðurlandamótinu er fram fer í Færeyjum.  Sigruðu strákarnir Finna 5-2,  eftir að hafa lent tveimur mörkum undir eftir aðeins sjö mínútur.

Það var ekki bjart útlitið fyrir íslensku strákana í byrjun því að eftir sjö mínútur, höfðu Finnarnir náð að skora tvisvar.  Kom fyrra mark þeirra á 3. mínútu og það síðara á 7. mínútu.

En þá spýttu íslensku strákarnir í lófana og voru búnir að jafna áður en gengið var til leikhlés.  Var Kristinn Steindórsson þar að verki í bæði skiptin.  Í seinni hálfleik tók íslenska liðið öll völd og bættu við þremur mörkum.  Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk og Viktor Unnar Illugason eitt.

Frábær byrjun á mótinu hjá strákunum en þeir verða í eldlínunni aftur á morgun þegar að þeir etja kappi við Dani.  Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Mynd: Byrjunarliðið gegn Finnum.