• fim. 27. júl. 2006
  • Fræðsla

Hádegisverðarfundur með Roger Fridlund

Secrets of Soccer
secrets

Í tengslum við komu IFK Gautaborgar á VISA-Rey Cup þá mun Roger Fridlund fræðslustjóri fótboltaakademíu félagsins verða með hádegisfyrirlestur föstudaginn 28. júlí.

Fyrirlesturinn fer fram í húnæði Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, E sal 2. hæð.

Lengd fyrirlesturs er ca 90-120 mínútur með fyrirspurnum.

Fyrirlesturinn er á ensku.

Innihald fyrirlesturs:

  1. Skipulag, uppbygging og framtíðarhorfur knattspyrnuakademíu IFK Gautaborgar
  2. Fræðsluefnið "Secrets of Soccer" eða leyndadómar knattspyrnunnar verður kynnt, þ.e.a.s. hvernig bæði þjálfarar og leikmenn nýta sér efnið, hvernig það er framkvæmt og í hvaða umhverfi.
  3. Spurningar og opin umræða.

Fræðsluefnið "Secrets of Soccer" er notað við þjálfun barna og unglinga frá byrjun og upp til 19 ára aldurs. Þessi fyrirlestur nýtist þannig þjálfurum á öllum aldursstigum, þ.e.a.s. frá fótboltaskólanum hjá þeim yngstu til 2.flokks.

Efnið sem er í þessum pakka sem inniheldur "Leyndardóma fótboltans" er mjög efnismikið, allt frá fíntækni, sendingum, varnarleik, sóknarleik og til sálfræðinnar. Farið er yfir öll svið knattspyrnuþjálfunarinnar og er efnið mjög áhugavert.

*Boðið upp á hádegissnarl.

reycup