• mið. 26. júl. 2006
  • Leyfiskerfi

Ferencvaros fékk ekki þátttökuleyfi í Ungverjalandi

Ferencvaros
ferencvaros-crest2

Ferencvaros, eitt elsta og vinsælasta knattspyrnufélag í Ungverjalandi, fékk ekki þátttökuleyfi í efstu deild þar í landi eftir að leyfisdómur ungverska knattspyrnusambandsins hafnaði umsókn félagsins um leyfi.

Leyfisráð ungverska knattspyrnusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að Ferencvaros uppfyllti ekki fjárhagslegar kröfur leyfiskerfisins, auk þess sem gjaldfallnar launagreiðslur til þjálfara, leikmanna og annarra starfsmanna höfðu ekki verið inntar af hendi eða um þær samið.  Þar af leiðandi var ekki hægt að veita þátttökuleyfi.  Ferencvaros áfrýjaði niðurstöðunni til leyfisdóms sambandsins, en hann komst að sömu niðurstöðu.

Ferencvaros hefur leikið í efstu deild í Ungverjalandi síðan 1901, hefur unnið ungverska meistaratitilinn 28 sinnum og hefur aldrei fallið um deild.  Á komandi keppnistímabili mun félagið leika í næst efstu deild.

Nokkur félög í evrópskum deildum hafa ekki hlotið þátttökuleyfi síðan leyfiskerfið var tekið upp, en Ferencvaros er án efa það þekktasta.

Ný leyfishandbók

Þess má geta að ný leyfishandbók verður tekin í notkun hér á landi í haust, en í öðrum aðildarlöndum UEFA næsta sumar.  Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2007 hér á Íslandi hefst 15. nóvember.