• mán. 24. júl. 2006
  • Landslið

Nýr þjálfari U21 landsliðs Ítala ráðinn

Pierluigi Casiraghi
pierluigi-casiraghi-1

Ítalska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt um ráðningu nýs þjálfara U21 landsliðs karla, en Íslendingar og Ítalir eru saman í riðli í undankeppni EM, ásamt Austurríkismönnum. 

Nýr þjálfari Ítala er Pierluigi Casiraghi, en hann lék sem framherji með Monza, Juventus, Lazio og Chelsea á sínum tíma.  Hann lék 44 sinnum með A-landsliði Ítala og skoraði 13 mörk.

Honum til aðstoðar verður Antonio Rocca, sem var áður þjálfari U16 og U17 landsliða Ítala, og sjálfur Gianfranco Zola verður einnig hluti af þjálfarateyminu, en þeir Zola og Casiraghi léku saman til skamms tíma hjá Chelsea.

Pierluigi Casiraghi