• lau. 22. júl. 2006
  • Landslið

U21 kvenna í fjórða sæti á Norðurlandamótinu

U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006_eftirleik
U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006_eftirleik

Íslenska U21 kvennalandsliðið tapaði fyrir Svíum í dag og enduðu því mótið í fjórða sætið.  Árangurinn er engu að síður mjög góður og sá besti er U21 lið Íslands hefur náð á þessu móti.  Liðið var aðeins einu marki frá úrslitaleiknum.

Sænska liðið var heldur sterkara í fyrri hálfleik og komust yfir á 12. mínútu.  Þær fengu svo vítaspyrnu á 18. mínútu en Guðbjörg Gunnarsdóttir, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, gerði breytingar í hálfleik og freistaði þess að snúa leiknum sér í hag.  Var seinni hálfleikurinn mikið mun betri og var í eigu íslenska liðsins.  Það skilaði liðinu hinsvegar engu marki og fjórða sætið því staðreynd.

Íslenski hópurinn er svo væntanlegur heim á morgun, sunnudag.