• fös. 21. júl. 2006
  • Fræðsla

Dagsetning KSÍ VI þjálfaranámskeiðs á Englandi breytist

Að útskrift lokinni
utskrift-uefa1-JOI_8819net

KSÍ VI þjálfaranámskeiðið fer fram vikuna 29. október - 5. nóvember á Englandi.  Umsóknarfrestur fyrir þátttakendur námskeiðsins rennur út 1. ágúst, en umsækjendur þurfa að hafa lokið við V. stig KSÍ í þjálfaramenntun.

KSÍ VI þjálfaranámskeiðið verður haldið á Lilleshall í Englandi, en stefnt er á að leikgreina leik Manchester City og Middlesborough á námskeiðinu.  Jafnframt er KSÍ að athuga með miða á leik Liverpool og Reading.  Á námskeiðinu verður skoðuð knattspyrnuakademía hjá ensku úrvalsdeildarfélagi. 

Á námskeiðinu verða hæfir fyrirlesarar frá KSÍ og enska knattspyrnusambandinu.  Heildarverð liggur ekki fyrir, en mun vera á bilinu 120.000 - 150.000 krónur, en hægt er að semja um greiðslur við Pálma fjármálastjóra KSÍ.

KSÍ vekur athygli á því að umsóknarfrestur fyrir námskeiðið rennur út 1.ágúst næstkomandi. 

Fræðslunefnd KSÍ velur úr umsóknum þjálfara.  Stefnt er á að hleypa 20-25 þjálfurum á námskeiðið.

Umsóknareyðublaðið má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is)