• fim. 20. júl. 2006
  • Landslið

Ísland leikur við Svía um þriðja sætið

U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006_eftirleik
U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006_eftirleik

Ísland mun leika við Svía um þriðja sætið á Norðurlandamóti U21 kvenna sem fram fer í Stavanger í Noregi.  Þetta varð ljóst eftir úrslit í leik Bandaríkjanna og Noregs en fyrr í dag burstuðu íslensku stelpurnar stöllur sínar frá Danmörku, 6-1.  Í lokaleik riðilsins sigruðu Bandaríkjamenn Norðmenn, 4-0.  Var ljóst fyrir leikinn að bandarísku stelpurnar þurftu að vinna með fjögurra marka mun til þess að komast upp fyrir Íslendinga. 

Leikurinn um bronsið fer fram á laugardaginn kl. 11:30 að íslenskum tíma og verða mótherjarnir Svíþjóð.  Þýskaland og Bandaríkin leika til úrslita á mótinu

Þessi árangur hjá Elísabetu Gunnarsdóttur þjálfara og hennar stelpum er frábær því mótið er geysisterkt.  Ef skoðaður er síðasti styrkleikalisti FIFA hjá A-landsliðum kvenna, þá taka þrjár efstu þjóðirnar þátt í þessu móti.  Þýskaland, Bandaríkin og Noregur.  Svíar eru svo í fimmta sæti styrkleikalistans, Danir í því níunda, Englendingar í tólfta og Finnar í sextánda sæti.  Þó svo að listinn segi ekki til um styrkleika U21 landsliða þjóðanna, má sjá að þátttökuþjóðirnar á þessu móti eru þær allra fremstu í kvennaknattspyrnu á heimsvísu.

Við bíðum spennt eftir að fylgjast með stelpunum á laugardaginn en hópurinn kemur svo heim á sunnudag.

U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006_eftirleik

Mynd: Íslenski hópurinn eftir leikinn gegn Dönum.

A-riðill

FIFA-listinn