• fim. 20. júl. 2006
  • Landslið

Danir teknir í kennslustund

U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006
U_21_kvenna_Island_Danmork_NM_2006

Íslenska U21 kvennalandsliðið rótburstaði Dani í lokaleik sínum í riðlakeppni Norðurlandamótsins.  Lokatölur urðu 6-1, eftir að Danir höfðu komist yfir á 11. mínútu.

Nú er beðið með eftirvæntingu eftir úrslitum úr leik Bandaríkjanna og Noregs en hann hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Tapi Bandaríkin stigi eða vinna með minna en fjögurra marka mun, spila Íslendingar til úrslita í mótinu.  Ef að Bandaríkjastúlkur sigra með fjórum mörkum eða meira, leika Íslendingar um bronsið.  Leikið er um sæti á mótinu á laugardaginn.

Danir komust yfir á 11. mínútu en þá hrökk íslenska liðið í gang svo um munaði.  Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði metin á 16. mínútu og Margrét Lára kom Íslendingum yfir á 19. mínútu.  Þannig var staðan í hálfleik en á 53. mínútu bætti Margrét Lára í sarpinn með öðru marki sínu.

Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kom Íslandi í 4-1 á 72. mínútu áður en Margrét Lára fullkomnaði þrennu sína á 88. mínútu.  Það var svo Sif Atladóttir sem að kórónaði frábæran leik Íslendinga með því að skora sjötta markið á lokamínútunni.

Við munum fylgjast með leik Bandaríkjanna og Noregs og birta úrslit hans, hér á síðunni, strax að loknum leik.

A-riðill

B-riðill