• fim. 20. júl. 2006
  • Landslið

Byrjunarlið U21 kvenna gegn Danmörku

U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006
U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Elísabet Gunnarsdóttir hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum kl. 14:00 í dag.  Leikurinn er lokaleikur liðsins í riðlakeppni Norðurlandamóts U21 en leikið er í Noregi.  Íslenska liðið er í harðri baráttu um efsta sætið í riðlinum.

Frammistaða liðsins hefur verið glæsileg í mótinu til þessa, sigur gegn Noregi og jafntefli gegn Bandaríkjamönnum.  Eitt stig gegn Danmörku mun tryggja liðinu leik um bronsið.  Með sigri gegn Danmörku og ef Bandaríkin tapa stigi gegn Noregi, mun Ísland leika til úrslita á mótinu.

Þýskaland er í efsta sæti í hinum riðlinum og Englendingar sitja í öðru sætinu.  Þau lið mætast í dag og geta því haft sætaskipti.

Byrjunarliðið:(4-5-1)

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vinstri bakvörður: Guðný Óðinsdóttir

Hægri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Hafsentar: Ásta Árnadóttir, fyrirliði og Málfríður Erna Sigurðardóttir

Vinstri kantur: Greta Mjöll Samúelsdóttir

Hægri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Varnartengiliður: Erla Steina Arnardóttir

Tengiliðir: Katrín Ómarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir