• mið. 19. júl. 2006
  • Fræðsla

Hvernig á að "teipa"??

sjukrathjalfun
sjukrathjalfun

Stoð heldur námskeið í „íþrótta-teipingum“ þriðjudaginn 25. júlí og miðvikudaginn 26. júlí, næstkomandi. Námskeiðið hefst kl. 19.00 til 21.00 báða dagana og verður haldið í húsakynnum Stoð ehf., Trönuhrauni 8 Hafnafirði.

Á námskeiðinu verður farið í helstu þætti sem snúa að íþróttameiðslum og „teipingum á íþróttamönnum. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Stefán Stefánsson, sjúkraþjálfari. Stefán hefur um árabil verið sjúkraþjálfari fyrir íslenska landsliðið í fótbolta, Stoke og önnur íþróttafélög.

Námskeiðið er ætlað þjálfurum og öðrum sem vinna með íþróttamönnum

Þátttakendafjöldi er takmarkaður og  því er nauðsynlegt að þú skráir þig sem fyrst. Þáttökugjald er 1000 krónur. Hafðu samband við skráningastjóra síma 565-2885 eða með tölvupósti á petur@stod.is.