• mán. 17. júl. 2006
  • Landslið

Sætur sigur á Norðmönnum

U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006
U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Íslenska U21 landslið kvenna hóf Norðurlandamótið með miklum glæsibrag þegar þær lögðu heimastúlkur í Noregi.  Leiknum lauk með sigri íslenska liðsins, 3-2.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvo  mörk og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt.

Margrét Lára skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu en norska liðið jafnaði 10 mínútum síðar.  Greta Mjöll kom svo íslenska liðinu yfir að nýju á 40. mínútu og þannig stóðu leikar í er liðin gengu í leikhléið.  Margrét Lára bætti öðru marki sínu við í byrjun seinni hálfleiks en heimastúlkur minnkuðu muninn á 59. mínútu.  Ekki tókst þeim að jafna metin og frækilegur sigur Íslendinga á sterku norsku lið var staðreynd.

Ekki er leikið í riðlinum í dag en á morgun fá stelpurnar svo sannarlega verðugt verkefni.  Verður þá leikið við bandaríska liðið og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma.  Bandaríkin sigruðu Dani í hinum leik riðilsins með þremur mörkum gegn engu.

Umfjöllun á vef norska sambandsins

 

U_21_kvenna_Island_Noregur_NM_2006

Mynd: Byrjunarlið Íslendinga í sigurleiknum gegn Norðmönnum.