• mán. 03. júl. 2006
  • Landslið

Stelpurnar leika gegn Hollandi kl. 17:00 í dag

U17 landslið kvenna 2004
U17kv2004-0008

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum yngri en 17 ára leikur fyrsta leik sinn á Norðurlandamótinu sem fram fer í borginni Kokkola í Finnlandi. Í dag leikur liðið gegn Hollendingum og hefur Jón Ólafur Daníelsson valið eftirtalda leikmenn til að hefja leikinn.

Markvörður er Björk Björnsdóttir
Sweeper er Alma Garðarsdóttir
Hafsentar eru Lovísa Sólveig Erlingsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir Hægri bakvörður er Elínborg Ingvarsdóttir Vinstri bakvörður er Rúna Sif Stefánsdóttir Á miðjunni eru Hlín Gunnlaugsdóttir, sem jafnframt er fyrirliði, Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Laufey Björnsdóttir.
Framherjar eru Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.

Ferðalag íslenska liðsins í gær gekk vel, en leið liðsins lá til Kokkola í gegnum Stokkhólm og Helsinki. Í Kokkola hefur verið mjög heitt, hér er sólskin og um 25-30 stiga hiti yfir miðjan daginn en sem betur fer leikur íslenska liðið leiki sína þegar komið er fram á kvöld. Leikurinn gegn Hollendingum er kl. 20:00 að finnskum tíma. Á morgun leikur liðið gegn Þjóðverjum kl. 19:00 og á fimmtudag gegn Svíum og hefst sá leikur kl. 18:00. Þriggja tíma munur er á tímanum frá Finnlandi þannig að leikurinn gegn Hollandi er kl. 17:00 að íslenskum tíma.
 
Stelpurnar biðja fyrir kærar kveðjur heim.