• mið. 28. jún. 2006
  • Landslið

40 landsliðskonur komu saman fyrir 100. leikinn

Alidkv1983-0001
Alidkv1983-0001

Alls mættu um 40 landsliðskonur í hóf sem haldið var í Laugardalshöll í tilefni af 100. kvennalandsleik Íslands. Á meðfylgjandi mynd eru 37 þessara landsliðskvenna en a.m.k. þrjár til viðbótar mættu en voru fjarstaddar þegar myndin var tekin.

40landslidskonurAlm2006-0051

Á myndinni eru í öftustu röð: Erla Rafnsdóttir, Svava Tryggvadóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Magnea H. Magnúsdóttir, Ásta M. Reynisdóttir, Bryndís Valsdóttir.

Þá koma Margrét Ákadóttir, Halldóra Gylfadóttir, Erla Steinsen, Laufey Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir og Steindóra Steinsdóttir.

Síðan þær Kristrún Heimisdóttir, Ingibjörg H. Ólafsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurlín Jónsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, Kristín A. Arnþórsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Vala Úlfljótsdóttir og Sigríður F. Pálsdóttir.

Í næstfremstu röð eru Ingibjörg Jónsdóttir, Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir, Helena Ólafsdóttir, Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Auður Skúladóttir og Magnea Guðlaugsdóttir.

Í fremstu röð eru Sigfríður Sophusdóttir, Sigrún S. Óttarsdóttir, Margrét R. Ólafsdóttir og Ásdís Þorgilsdóttir.

Þær sem voru vant við látnar þegar myndin var tekin voru þær Sandra Sigurðardóttir, Björk Gunnarsdóttir og Björg Ásta Þórðardóttir.

Á völlinn mættu fleiri landsliðskonur því auk þeirra 18 sem voru í leikmannahópnum voru þar m.a. Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Arney Magnúsdóttir. Það má því segja að a.m.k. 60 landsliðkonur af 102 hafi mætt á völlinn og verður það að teljast þokkalega góð mæting.