• fim. 22. jún. 2006
  • Fræðsla

Alþjóðleg stuðningsmannaverðlaun

Frá afhendingu verðlaunanna 2005
brusselsupportersawardphoto2

Á síðasta ári voru sett á fót sérstök alþjóðleg verðlaun til stuðningsmanna í knattspyrnu, veitt af borgaryfirvöldum í Brussel í Belgíu, með stuðningi UEFA. 

Markmiðið er að vekja athygli á og verðlauna stuðningsmenn eða stuðningsmannahópa sem hafa lagt sitt af mörkum til samfélagsins og látið gott af sér leiða með einum eða öðrum hætti.

Verðlaunin voru sett á fót til að minnast þeirra hræðilegu atburða sem áttu sér stað á Heysel-leikvanginum í Brussel árið 1985, fyrir úrslitaleik Juventus og Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða.

Valnefndin leitar nú eftir tilnefningum víðs vegar úr Evrópu vegna verðlaunanna fyrir árið 2006, sem verða afhent síðar í sumar.  Nánar má lesa um þessi verðlaun á vefsíðu verðlaunanna.

Frá afhendingu verðlaunanna 2005