Fengu afhenta viðurkenningu fyrir 50 landsleiki
Í tengslum við 100. A landsleik kvenna, leik Íslands og Portúgals, fengu þrír leikmenn afhenta viðurkenningu fyrir 50 landsleiki. Þetta voru þær Olga Færseth, Guðlaug Jónsdóttir og Katrín Jónsdóttir.
Í hófi sem haldið var fyrir fyrrverandi landsliðskonur fyrir leik Íslands og Portúgals, fengu þær Guðlaug Jónsdóttir og Olga Færseth afhent málverk frá KSÍ í viðurkenningakskyni. Eftir leikinn afhenti svo Kjartan Daníelsson, formaður landsliðsnefndar kvenna, Katrínu Jónsdóttur málverk frá KSÍ.
Ljóst er að þetta er mikið afrek hjá þessum frábæru knattspyrnukonum. Allar eru þær ennþá að spila á fullu og geta hæglega bætt við landsleikjafjölda sinn. Olga hefur leikið 54. landsleiki og þær Guðlaug og Katrín 53. leiki. Þær hafa því leikið rúmlega helming allra A landsleikja kvenna.
Mynd: Kjartan Daníelsson, formaður landliðsnefndar kvenna, afhendir Katrínu Jónsdóttur viðurkenningavott frá KSÍ fyrir að hafa spilað 50 A landsleiki.