• sun. 18. jún. 2006
  • Landslið

Góður sigur í hundraðasta leiknum

Greta Mjöll á leiðinni inn á - hennar fyrsti A landsleikur
isl_hvitaruss2005-0379

Íslenska kvennalandsliðið lagði það portúgalska með þremur mörkum gegn engu en leikurinn var liður í undankeppni fyrir HM 2007.  Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt mark.

Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn allan leikinn en mörkin létu á sér standa.  Fyrsta markið kom á 40. mínútu þegar að Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði glæsilegt mark með skoti fyrir utan vítateig.  Þannig var staðan þegar gengið var til leikhlés.

Í seinni hálfleik stjórnaði íslenska liðið leiknum án þess þó að skapa sér mörg marktækifæri.  Á 80. mínútu tók Greta Mjöll Samúelsdóttir hornspyrnu og gerði sér lítið fyrir að skoraði beint úr henni.  Fögnuðu 1429 áhorfendur þessu marki vel og ekki síður Greta Mjöll er fagnaði að hætti hússins.  Það var svo á 90. mínútu sem að Margrét Lára Viðarsdóttir bætti við þriðja markinu er hún fylgdi á eftir fyrirgjöf er portúgalski markmaðurinn sló út í teiginn.

Góður sigur í höfn sem þurfti að hafa töluvert fyrir að innbyrða.  Með sigrinum jafnaði íslenska liðið það tékkneska að stigum í annað sæti riðilsins en Tékkland er einmitt næst mótherji liðsins. Fer sá leikur fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 19. ágúst.

Staðan