Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal
Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Portúgal. Leikurinn er í undakeppni fyrir HM 2007 og hefst kl. 16:00, sunnudaginn 18. júní á Laugardalsvelli.
Vegna meiðsla varð Guðlaug Jónsdóttir, Breiðabliki, að draga sig út úr hópnum og hefur Rakel Logadóttir úr Val, þegar verið valin í hennar stað. Guðlaug var leikreyndasti leikmaður hópsins en hún hefur leikið 53. landsleiki.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Þóra Helgadóttir fyrirliði
Vinstri bakvörður: Dóra Stefánsdóttir
Hægri bakvörður: Málfríður Erna Sigurðardóttir
Miðverðir: Ásta Árnadóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir'
Vinstri kantur: Greta Mjöll Samúelsdóttir
Hægri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Tengiliðir: Katrín Jónsdóttir og Edda Garðarsdóttir
Sóknartengiliður: Erna B. Sigurðardóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Aðgangur, á þennan 100 A landsleik Íslands í kvennaknattspyrnu, er ókeypis og eru allir landsmenn hvattir til þess að koma og hvetja stelpurnar.