• mið. 14. jún. 2006
  • Landslið

Dómarar leiksins koma frá Danmörku

akvennahollandIMG_0362
akvennahollandIMG_0362

Það verður danskt dómaratríó sem kemur til með að stjórna ferðinni í leik Íslands og Portúgals, sunnudaginn 18. júní.  Leikurinn er, eins og áður hefur komið fram, 100. A landsleikur kvenna.

Dómarinn heitir Marianne Svendsen.  Henni til aðstoðar verða Bill René Hansen og Lars Poulsen.  Fjórði dómari er svo Eyjólfur Ágúst Finnsson.

Eftirlitsmaður UEFA er Sheila Begbie frá Skotlandi.  Hún er yfirmaður kvennaknattspyrnumála í Skotlandi og á að baki farsælan feril sem leikmaður og einnig þjálfari.  Hún lék sinn fyrsta landsleik aðeins 15 ára gömul og var fyrirliði skoska landsliðsins um tíma.  Hún var einmitt í skoska landsliðinu sem lék gegn Íslandi í fyrsta A landsleik Íslands fyrir 25 árum.

Frítt er á leikinn og eru allir knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að hvetja stelpurnar til dáða.