• fim. 08. jún. 2006
  • Landslið

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni.  Leikmenn í skólanum í ár fæddir 1992.  Gestakennarar verða á flestum æfingunum og þar er von á mjög góðum gestum, meðal annars þjálfurum úr Landsbankadeild kvenna og leikmönnum úr A landsliði kvenna.

 

Meðal þess sem leikmenn þurfa að taka með sér er:

  • Sundföt og handklæði
  • Innanhússfótboltaföt + skór
  • Utanhússfótboltaföt + skór + legghlífar
  • Sængurföt (svefnpoki / sæng / koddi)
  • Hlý föt + vindgalla
  • Snyrtidót
  • Inniskór
  • Vatnsbrúsi

Mæting er stundvíslega kl. 13:00 mánudaginn 12. júní á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.

Ganga þarf frá greiðslu fyrir dvölina fyrir brottför. Kostnaður er kr. 10.000 fyrir hvern þátttakanda og eru ferðir til og frá Laugavatni innifaldar í gjaldinu, sem og fullt fæði og gisting.

Ætlast er til þess að leikmenn borði ekki sælgæti á meðan á dvöl þeirra í skólanum stendur.

Hópurinn:

       

Agnes Helgadóttir Reynir S.

Aníta Ösp Gunnlaugsdóttir Völsungur

Anna Helga Ólafsdóttir Víðir

Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór

Ásrún Björk Haukdsóttir Stjarnan

Bára Jóhannsdóttir Víkingur R.

Birgitta Ósk Valdimarsdóttir ÍBV

Bryndís Hallsdóttir Grindavík

Dagný Hróbjartsdóttir Selfoss

Erla Guðmundsdóttir Afturelding

Eva Rut Eiríksdóttir Leiknir R.

Freydís Jóhannsdóttir KA

Guðrún Ólöf Olsen Keflavík

Heiða Dröfn Antonsdóttir Valur

Helga Dagný Bjarnadóttir ÍR

Helga Rún Heimisdóttir Álftanes

Iðunn Tara Ásgrímsdóttir Sindri

Ingibjörg Sigvaldadóttir HK

Jóhanna Gústafsdóttir Grundarfjörður

Jóna Ólafsdóttir Huginn

Karitas Ágústsdóttir KFR

Katrín Ásbjörnsdóttir KR

Kristín Sverrisdóttir Þróttur R.

Kristjana Ýr Þráinsdóttir Fjölnir

Lilja Rós Aradóttir Leiftur

María Margrét Hauksdóttir Þróttur V.

Rakel Ýr Gunnlaugsdóttir Ægir

Sigrún Ella Einarsdóttir FH

Súsanna Helgadóttir Fylkir

Sædís Finnbogadóttir Haukar

Tanja Rún Kristmannsdóttir Leiknir F.

Ýr Sigurðardóttir Breiðablik 

   

 

Dagskrá:


Mánudagur 12.júní
· 13:00 Mæting á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli
· 13:15 Brottför á Laugarvatn
· 15:00 Fundur
· 16:15 Æfing
· 18:00 Kvöldverður
· 19:45 Innanhússmót
· 21:15 Sund
· 22:00 Kvöldhressing
· 23:00 Hvíld

Þriðjudagur 13.júní
· 08:15 Vakið / Morgunverður
· 10:00 Æfing; Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari U-21 landsliðs kvenna, Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðskona og Viola Odebrecht leikmenn Vals
· 12:00 Hádegisverður
· 14:00 Æfing; Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari U-21 landsliðs kvenna, Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðskona og Viola Odebrecht leikmenn Vals
· 16:00 Hressing
· 18:15 Kvöldverður
· 19:00 HM; Brasilía - Króatía
· 21:00 Sund
· 22:00 Kvöldhressing
· 23:00 Hvíld

Miðvikudagur 14.júní
· 08:15 Vakið / Morgunverður
· 10:00 Æfing; Ólafur Þór Guðbjörnsson þj. U-19 landsliðs kvenna og Gary Wake aðst.þjálfari U-19 kvenna
· 12:00 Hádegisverður
· 13:10 Æfing; Ólafur Þór Guðbjörnsson þj. U-19 landsliðs kvenna og Gary Wake aðst.þjálfari U-19 kvenna
· 16:00 Hressing
· 16:15 Sund
· 18:00 Kvöldverður
· 20:00 Kvöldvaka
· 22:00 Kvöldhressing
· 23:00 Hvíld

Fimmtudagur 15.júní
· 08:15 Vakið / Morgunverður
· 10:00 Æfing; Guðmundur Magnússon,  þjálfari Breiðabliks ásamt tveimur leikmönnum úr meistaraflokki kvenna hjá Breiðabliki
· 12:00 Hádegisverður
· 13.00 Fyrirlestur; Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ
· 14:00 Æfing; Guðmundur Magnússon, þjálfari Breiðabliks Breiðabliks ásamt tveimur leikmönnum úr meistaraflokki kvenna hjá Breiðabliki
· 15:45 Hressing
· 16:00 Sund eða leikur Englands og Trinidad og Tobago
· 18:00 Fyrirlestur; Næringarfræði - Steinar Aðalbjörnsson
· 19:00 Kvöldverður
· 20:00 Kvöldvaka
· 22:00 Kvöldhressing
· 23:00 Hvíld

Föstudagur 16.júní
· 08:00 Vakið / Morgunverður
· 09:00 Frágangur
· 10:00 Æfing
· 12:00 Hádegisverður
· 13:00 Brottför
· 14:30 Áætluð koma á skrifstofu KSÍ