• fim. 08. jún. 2006
  • Fræðsla

Fyrirkomulag sérnámskeiðs fyrir E-stigs þjálfara

Þjálfari að störfum
coaching1

KSÍ hefur fengið samþykki fyrir því að 40 E-stigs þjálfarar fari á sérnámskeið í nóvember til að ljúka við KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu í þjálfaramenntun.

Leið þessara 40 E-stigs þjálfara til að fá UEFA A þjálfaragráðu verður svona:

·        5 daga þjálfaranámskeið þar sem krafist verður 100% mætingar og fer aðeins fram í nóvember 2006.  Þeir sem mæta ekki, þurfa að fara hefðbunda leið í þjálfaramenntunarkerfi KSÍ til að fá UEFA A þjálfaragráðu (KSÍ V, VI og VII)

·        Þrjá þessara daga verður kennt sama námsefni og er kennt á KSÍ V þjálfaranámskeiðinu.

·        Tvo þessara daga munu erlendir topp fyrirlesarar kenna.  Annan daginn verður þemað taktík (Top football tactics) og hinn daginn þjálffræði/líkamsþjálfun (fitness training during the Icelandic pre-season and during the football season).

 

Að loknum þessum 5 dögum mun þessi 40 manna hópur sem sótti um að fara á sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara skiptast í tvennt, í A og B hóp:

(Fræðslunefnd KSÍ skipti hópnum í tvennt samkvæmt fyrirmælum UEFA.  Tekið var tillit til þjálfunarreynslu og virkni þjálfaranna síðastliðin 10 ár.  Haft var til hliðsjónar þjálfunarreynsla í efstu tveimur deildum karla og þjálfun landsliða, ásamt mikilli kennslu á þjálfaranámskeiðum KSÍ undanfarin ár.  UEFA fór fram á að fræðslunefnd KSÍ myndi velja úr hópnum þá þjálfara sem hafa verið að þjálfa á "top level".  Upphaflega fékkst samþykki fyrir 18 þjálfara, en fræðslunefndin náði að pressa inn 5 þjálfara í viðbót í hóp A).

 

A hópur:

Hver og einn þjálfari í A hóp mun fá heimsókn frá KSÍ kennara í haust sem mun fylgjast með honum að störfum þar sem hann þjálfar liðið sitt.  Að æfingunni lokinni munu fara fram umræður á milli þjálfarans og KSÍ kennarans.  Ekki er um nein próf að ræða.  Ef allt gengur að óskum mun þjálfarinn fá UEFA A þjálfaragráðu.

 

Í A hóp eru eftirfarandi þjálfarar:

1. Bjarni Jóhannsson

2. Luka Kostic

3. Guðni Kjartansson

4. Freyr Sverrisson

5. Jörundur Áki Sveinsson

6. Ólafur Þór Guðbjörnsson

7. Ólafur Jóhannesson

8. Willum Þór Þórsson

9. Leifur S. Garðarsson

10. Kristján Guðmundsson

11. Ólafur Þórðarson

12. Gunnar Guðmundsson

13. Ásgeir Elíasson

14. Gústaf Adolf Björnsson

15. Vanda Sigurgeirsdóttir

16. Úlfar Hinriksson

17. Sigurður Þórir Þorsteinsson

18. Þorlákur Árnason

19. Njáll Eiðsson

20. Hafliði Guðjónsson

21. Ingvar Gísli Jónsson

22. Helgi Bogason

23. Einar Jónsson

 

B hópur:

Hver og einn þjálfari í B hóp þarf að sitja KSÍ VII þjálfaranámskeið að loknu sérnámskeiðinu til að fá UEFA A þjálfaragráðu. 

 

Í B hóp eru eftirfarandi þjálfarar:

1. Árni Ólason

2. Ólafur Jósefsson

3. Hörður Guðjónsson

4. Gunnar Magnús Jónsson

5. Andrés Ellert Ólafsson

6. Þrándur Sigurðsson

7. Sveinbjörn Jón Ásgrímsson

8. Helgi Arnarson

9. Þórir Bergsson

10. Jóhann Gunnarsson

11. Ágúst Hauksson

12. Kristinn Atlason

13. Óskar Ingimundarson

14. Jónas Baldursson

15. Ásgeir Heiðar Pálsson

16. Úlfar Daníelsson

17. Eiríkur Svanur Sigfússon

 

Allir aðrir E-stigs þjálfarar hafa ákveðið að fara hefðbundna leið í þjálfunarmenntunarkerfi KSÍ sem þýðir námskeiðin KSÍ V, VI og VII ásamt prófum.

Nánara fyrirkomulag, verð og dagsetningar sérnámskeiðsins, svo og nöfn fyrirlesara mun verða tilkynnt í júní/júlí.

 

Nánari upplýsingar veitir undirritaður.

 

Fyrir hönd fræðslunefndar KSÍ 

Sigurður Ragnar Eyjólfsson

fræðslustjóri KSÍ 

sími 510-2909

siggi@ksi.is