• fös. 02. jún. 2006
  • Landslið

Andorramönnum skellt á Skaganum

U21 landslið karla
ISL_AND_Jun2006

Íslenska U21 karlalandsliðið tryggði sér sæti í undankeppni fyrir EM 2007 með því að leggja Andorra með tveimur mörkum gegn engu.  Liðið  leikur gegn Austurríki og Ítalíu í undankeppninni.

Íslensku strákarnir þurftu að hafa mikið fyrir þessum sigri því Andorramenn mynduðu skjaldborg í kringum sitt mark.  Gekk Íslendingum illa að brjóta múrinn á bak aftur og leikmenn Andorra fljótir að koma boltanum fram á völlinn en lengur að flestu öðru.

Þrátt fyrir nokkur góð færi var það ekki fyrr en fimm mínútum fyrir leikslok að Emil Hallfreðsson skoraði úr vítaspyrnu.  Rúrik Gíslason bætt svo marki við alveg undir lok leiksins og öruggur en erfiður sigur í höfn.

Leikið verður svo við Austurríki ytra þann 16. ágúst og við Ítali 1. september hér heima.

 

ISL_AND_Jun2006Rurikskorar

 Mynd: Rúrik Gíslason skorar annað mark Íslendinga gegn Andorra