Ísland tekur þátt í EM U17 kvenna
Framkvæmdanefnd UEFA ákvað á dögunum að hrinda af stað Evrópukeppni U17 kvenna. KSÍ hefur þegar tilkynnt þátttöku Íslands í mótinu en það hefst á haustdögum 2007.
Dregið verður í riðla í desember á þessu ári og verður styrkleikalisti U19 kvenna, eins og hann mun líta út fyrir tímabilið 2007-2008, hafður til hliðsjónar við dráttinn.
Þeir leikmenn sem hlutgengir verða í þessari keppni eru þeir er fæddir eru 1. janúar 1991 og síðar.
Evrópukeppni þessi mun svo vera undankeppni fyrir HM U17 kvenna sem haldin verður árið 2008.