• mán. 29. maí 2006
  • Landslið

Jón Ólafur tekur við landsliði U17 kvenna

Jon_Olafur_Dan
Jon_Olafur_Dan

Jón Ólafur Daníelsson hefur verið ráðinn til að leysa Ernu Þorleifsdóttur af sem landsliðsþjálfari U17 kvenna.  Jón Ólafur mun því stýra liðinu á Norðurlandamóti kvenna sem fram fer í Finnlandi í byrjun júlí en Erna á ekki heimangengt þar sem hún á von á barni.

Jón Ólafur hefur verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík síðan 2002 og unnið þar mjög gott starf.  Hann þjálfaði einnig yngri flokka í Vestmannaeyjum til margra ára.  Jón Ólafur útskrifaðist með UEFA-A gráðu árið 2006 en það er hæsta gráða sem í boði er á Íslandi.

Dregið hefur verið í riðla á Norðurlandamóti U17 kvenna og er Ísland í riðli með Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi. 

Við bjóðum Jón Ólaf velkominn til starfa.