Leyfiskerfi í 1. deild karla 2007
Ákveðið hefur verið að útvíkka leyfiskerfi KSÍ, þannig að það nái einnig til 1. deildar karla frá og með keppnistímabilinu 2007. Félög sem leika í 1. deild karla á næsta ári þurfa því að gangast undir leyfiskerfið, en kröfurnar verða þó ívið minni en í Landsbankadeildinni.
Fundað var með félögum í 1. deild karla 2006 í vikunni, kynnt handrit að nýrri leyfishandbók og farið yfir þær meginkröfur sem settar eru fram. Félögin tóku vel í kröfurnar og voru sammála um að leyfiskerfi myndi efla mjög umgjörð 1. deildar og starf þeirra félaga sem þar leika.