• mið. 17. maí 2006
  • Fræðsla

41 E-stigs þjálfari fer á sérnámskeið í haust

Þjálfari að störfum
coaching1

UEFA hefur samþykkt umsókn KSÍ um að fá að halda sérnámskeið fyrir E-stigs þjálfara.  Alls voru 41 E-stigs þjálfari sem sóttist eftir að fara á námskeiðið.  KSÍ fékk leyfi til að halda námskeiðið í aðeins eitt skipti og það mun fara fram í nóvember á þessu ári.  Nánara fyrirkomulag á námskeiðinu verður auglýst á næstu 2-3 vikum.

E-stigs þjálfarar geta vel við unað þar sem þeir munu sleppa algjörlega við KSÍ VI námskeiðið í Englandi sem er dýrasti og tímafrekasti hluti UEFA A þjálfaragráðunnar.  Nánara fyrirkomulag, (verð, tímasetning, nöfn fyrirlesara o.fl. verður kynnt fyrir E-stigs þjálfurum á næstu vikum).