• fim. 04. maí 2006
  • Fræðsla

Breytingar á knattspyrnulögunum 2006

FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið
fifa_logo_forthegoodofthegame

Alþjóðanefnd FIFA hefur gert minni háttar breytingar á knattspyrnulögunum. Þær taka gildi 1. júní næstkomandi - en hér á landi við upphaf Íslandsmótsins sunnudaginn 14. maí. 

Í 3. grein laganna er nýtt orðalag um að búnaður leikmanna og skuli nú samanstanda af aðskildum hlutum. Hann verður að vera samsettur úr stökum flíkum og þess vegna mega t.d. peysa og buxur ekki vera tengd saman á nokkurn hátt.  

Í 17. grein laganna um hornspyrnu kemur örlítil breyting:  Mótherjar skulu nú vera að minnsta kosti 9,15 metra frá hornboganum (áður knettinum), þar til knötturinn er kominn í leik.

Aðrar breytingar eru lagfæringar á orðalagi, en ekki er um efnislegar breytingar að ræða. Knattspyrnulögin með áorðnum breytingum 2006 eru birt á heimasíðu KSÍ.

Breytingar á knattspyrnulögunum 2006