Markalaust gegn Andorra hjá U21 karla
Ekki tókst að brjóta á bak aftur þétta vörn Andorrabúa og markalaust jafntefli varð staðreynd. Heimamenn lögðu allt kapp á að halda markinu hreinu og gerðu fáar tilraunir til að ógna marki Íslendinga.
Andorrubúar fögnuðu jafnteflinu innilega í leikslok en Íslendingar voru ekki eins sáttir. Möguleikar okkar manna eru aftur á móti góðir en seinni leikurinn verður leikinn á Akranesi, 1. júní.