Ísland mætir Andorra í dag
Í dag kl. 16:00 mæta Íslendingar Andorrubúum og er leikurinn liður í forkeppni fyrir undankeppni EM. Þessi fyrri leikur þjóðanna fer fram ytra og sigurvegarinn úr viðureignum þessara þjóða, mætir Austurríki og Ítalíu.
Strákarnir hans Luka eru vel stemmdir fyrir þennan leik og ætla sér að komast áfram úr þessum viðureignum. Seinni leikur þjóðanna fer fram á Akranesvelli, 1. júní.