Breyting á U21 karla hópnum gegn Andorra
Gera varð eina breytingu á U21liði karla en hópurinn lagði af stað til Andorra í gærmorgun. Vegna veikinda komst Eyjólfur Héðinsson úr Fylki ekki með en í hans stað var Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Breiðablik valinn.
Leikurinn við Andorra er liður í undankeppni fyrir EM 2007. Leikið er við Andorra heima og heiman og sigurvegarinn mætir Austurríki og Ítalíu. Leikurinn ytra fer fram á miðvikudaginn og hefst kl. 16:00