• lau. 29. apr. 2006
  • Landslið

Öruggur sigur á Rúmenum í lokaleiknum

EM U19 landsliða kvenna
em_u19_kvenna

U19 landslið kvenna vann í dag öruggan sigur á Rúmenum í lokaumferð milliriðils EM, sem fram fór í Rúmeníu. Greta Mjöll Samúelsdóttir gerði tvö mörk fyrir íslenska liðið, en Laufey Björnsdóttir og Thelma Ýr Gylfadóttir gerðu sitt markið hvor. Danir lögðu Englendinga í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM.