• lau. 29. apr. 2006
  • Landslið

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Rúmeníu

EM U19 landsliða kvenna
em_u19_kvenna

U19 landslið kvenna leikur í dag lokaleik sinn í milliriðli EM, sem fram fer í Rúmeníu.  Mótherjarnir í dag eru einmitt heimamenn, Rúmenar, en bæði liðin eru án stiga eftir töp gegn Englendingum og Dönum, sem leika einmitt hreinan úrslitaleik í dag um sæti í lokakeppni mótsins.

Byrjunarlið Íslands í dag er þannig skipað og er leikaðferðin 4-4-1-1.

Byrjunarliðið

Markvörður: 

Petra Lind Sigurðardóttir.

Varnarmenn: 

Margrét Guðný Vigfúsdóttir, Guðrún Erla Hilmarsdóttir, María Kristjánsdóttir og Linda Rós Þorláksdóttir.

Tengiliðir:

Laufey Björnsdóttir, Lára Hafliðadóttir, Hlín Gunnlaugsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir.

Sóknartengiliður: 

Katrín Ómarsdóttir.

Framherji: 

Greta Mjöll Samúelsdóttir (fyrirliði).