Naumt tap hjá U19 kvenna gegn Dönum
Íslensku stelpurnar í U19 landsliðinu léku í dag sinn annan leik í undanriðli fyrir EM, sem fram fer í Rúmeníu. Leiknum lyktaði 1-2 fyrir þær dönsku eftir að þær höfðu tveggja marka forystu í hálfleik.
Það var svo fyrirliðinn, Greta Mjöll Samúelsdóttir, sem minnkaði muninn á 78. mínútu. Þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst stelpunum ekki að jafna en leikurinn gefur góð fyrirheit fyrir lokaleik liðsins. Fer sá leikur fram á laugardaginn þegar íslenska liðið leikur gegn því rúmenska.
Í hinum leik dagsins, gjörsigruðu Englendingar Rúmena, 8-2.