• mán. 10. apr. 2006
  • Landslið

Alltaf unnið Hollendinga

Íslenska liðið gegn Hollandi í Den Ham 5. júní 1996
Alidkv1996-0002

A landslið kvenna mætir Hollendingum í vináttulandsleik á miðvikudag.  Leikurinn fer fram á Oosterenk leikvanginum í Zwolle, sem tekur tæplega 7 þúsund áhorfendur í sæti, og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður og hefur íslenska liðið unnið sigur í öllum viðureignunum.  Markatalan er 7-1 samanlagt.  Síðasta viðureign liðanna var í undankeppni EM 1997, þegar Ísland vann tveggja marka sigur í Den Ham í Hollandi. 

Holland - Ísland 0-2 (0-1)

EM - Den Ham 5. júní 1996

Sigfríður Sophusdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Ingibjörg H. Ólafsdóttir (Olga Færseth 56.), Katrín Jónsdóttir, Margrét R. Ólafsdóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Sigrún Óttarsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir fyrirliði.

Varamenn: Sigríður F. Pálsdóttir, Erla Hendriksdóttir, Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Kristbjörg H. Ingadóttir.

Mörk Íslands:  Katrín Jóndóttir (9.), Ásthildur Helgadóttir (84.).

Þjálfari:  Kristinn Björnsson.