E-stigs þjálfarar þurfa að velja sér framhaldsnámskeið
KSÍ hefur í dag sent út tölvupóst og bréf til allra þjálfara sem hafa lokið við E-stigs þjálfaranámskeið KSÍ, en þjálfararnir eru 71 talsins. Í þessu bréfi eru útskýrðar tvær leiðir fyrir E-stigs þjálfara svo þeir geti náð sér í UEFA A þjálfaragráðu.
Það er nauðsynlegt fyrir E-stigs þjálfarana að velja sér framhaldsleið í kerfinu okkar og láta fræðslustjóra KSÍ vita af vali sínu fyrir 21. apríl næstkomandi.
Margir af fremstu þjálfurum landsins hafa lokið E-stiginu, en það var vikunámskeið haldið í Þýskalandi árin 1991, 1995 og 1998. Það eru t.d. 6 E-stigs þjálfarar að þjálfa í Landsbankadeild karla.
Bréfið í heild sinni og svarblöðin sem þarf að fylla út og senda til Sigurðar Ragnars Eyjólfsssonar fræðslustjóra KSÍ (siggi@ksi.is) má sjá hér að neðan. Sigurður Ragnar veitir nánari upplýsingar í síma 510-2909.