Luka Kostic heimsækir aðildarfélögin
Luka Kostic, sem sinnir útbreiðslu- og þjálfunarverkefnum fyrir KSÍ í hlutastarfi, hefur nú þegar hafið störf og mun fara í sínar fyrstu heimsóknir til aðildarfélaga í næstu viku. Luka starfar einnig sem þjálfari U17 og U21 landsliða karla.
Á mánudag verður Luka í Reykjaneshöllinni í Reykjanesbæ (kl. 16:20), á þriðjudag verður hann á Höfn í Hornafirði (kl. 15:00) og á fimmtudag á Selfossi (kl. 17:30).
Starf Luka er tvíþætt:- Í fyrsta lagi mun Luka heimsækja aðildarfélögin, halda erindi um knattspyrnuþjálfun, sýna þjálfurum æfingar úti á velli, vera til ráðgjafar og svara spurningum sem kunna að vakna. Landshlutafulltrúar KSÍ munu verða Luka til halds og trausts þegar tækifæri gefast, en Luka mun jafnframt vera í sambandi við framkvæmdastjóra, yfirþjálfara og aðra þjálfara hjá viðkomandi aðildarfélögum vegna þessara heimsókna.
- Í öðru lagi mun Luka halda æfingar með landliðsmönnum, landsliðskonum og landsliðsefnum (U-17, U-19 og U-21) í einstaklingsþjálfun. KSÍ hefur óskað eftir samstarfi við aðildarfélögin í þessu verkefni, enda ekki gerlegt án samþykkis viðkomandi aðildarfélags/aðildarfélaga í hvert sinn. Að sjálfsögðu verður haft náið samband við þjálfara leikmanns (leikmanna) í hverju tilfelli og leitað eftir samþykki. Hér er fyrst og fremst um samvinnuverkefni að ræða þar sem markmiðið er að bæta okkar efnilegustu leikmenn enn frekar.
Svæði 1:
Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Reynir Sandgerði, Þróttur Vogum og Víðir.
Svæði 2:
ÍA og Skallagrímur.
Svæði 3:
Selfoss, Hamar, KFR (Hella/Hvolsvöllur) og Ægir Þorlákshöfn.
Svæði 4:
KA, Þór, Dalvík, Húsavík, Grenivík og Ólafsfjörður.
Svæði 5:
Víkingur Ólafsvík, Grundarfjörður og Snæfell.
Svæði 6:
Ísafjörður og Bolungarvík
Svæði 7:
Tindastóll, KS og Hvöt.
Svæði 8:
ÍBV.
Svæði 9:
Einherji, Huginn, Höttur, Valur Reyðarfirði, Þróttur N, Austri, Leiknir F og Neisti D.
Svæði 10:
Sindri.
Svæði 11:
Hörður Patreksfirði, Bíldudalur og Tálknafjörður.
Svæði 12:
Haukar, Álftanes, FH, Breiðablik, HK og Stjarnan.
Svæði 13:
ÍR, Leiknir, Fjölnir, Fylkir og Afturelding.
Svæði 14:
Fram, Víkingur, Þróttur, Valur, KR og Grótta.