Ísland í 97. sæti á styrkleikalista FIFA
A landslið karla er í 97. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA og fellur því um eitt sæti frá síðasta mánuði. Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, en Bandaríkjamenn náðu nýjum hæðum og komust á topp 5 í fyrsta skipti. Baráttan á topp 10 þykir aldrei hafa verið eins jöfn.