• mán. 13. mar. 2006
  • Lög og reglugerðir

Keppnisleyfi leikmanna

Knattspyrna á Íslandi
missing_badges

Af gefnu tilefni vill KSÍ minna aðildarfélög sín á að leikmenn eru ekki hlutgengir til leiks með nýju félagi fyrr en keppnisleyfi hefur verið gefið út og ekki er hægt að treysta á það að keppnisleyfi séu gefin út um helgar.

Almennt gildir að keppnisleyfi vegna félagaskipta sem berast eftir lokun skrifstofu sambandsins á föstudögum eru gefin út eftir helgi, sem er í samræmi við reglugerð KSÍ um félagaskipti leikmanna, grein A8.

Leikmaður fær keppnisleyfi þegar skrifstofa KSÍ hefur móttekið fullfrágengna tilkynningu um félagaskiptin og skal leikmaðurinn fá keppnisleyfi með nýja félaginu frá og með næsta degi eftir móttöku.

Almennt skal gilda, að leikmaður fær keppnisleyfi frá og með tilteknum degi hafi fullfrágengin tilkynning um félagaskiptin borist til skrifstofu KSÍ daginn áður eða á faxi fyrir miðnætti daginn áður, en þó verða tilkynningar sem berast um helgar og á frídögum að öllu jöfnu afgreiddar næsta virka dag og keppnisleyfi gefið út frá og með þeim degi.