• fös. 10. mar. 2006
  • Fræðsla

KSÍ hefur sölu á DVD disk með knatttækniæfingum

Þjálfari að störfum
lidsheild4

KSÍ hefur hafið sölu á DVD diski frá austurríska knattspyrnusambandinu (Challenge 2008) sem miðar að því að bæta knatttækni hjá leikmönnum.  DVD diskurinn nýtist þannig bæði þjálfurum og leikmönnum á öllum aldri.  Disknum svipar að mörgu leyti til gömlu "Knattspyrnuskóli KSÍ" spólunnar, með gríðarlega mörgum tækniæfingum fyrir börn og unglinga. 

Disknum er skipt upp í: Æfingar til að halda bolta á lofti, knattraksæfingar, gabbhreyfingar, fótboltatrix landsliðsmanna Austurríkis, grunnæfingar fyrir markmenn, knatttækniæfingar fyrir markmenn, skallaæfingar, taktískar æfingar til að æfa færslur og sendingaleiðir, æfingar sem börn og unglingar geta æft sig sjálf í til að bæta knatttækni og margt fleira. 

Þessi DVD diskur er í hæsta gæðaflokki og hægt að spila hann báðum megin.  Á disknum eru mörg hundruð æfingar og hann verður notaður til kennslu á þjálfaranámskeiðum KSÍ. 

Diskurinn er til sölu á skrifstofu KSÍ og kostar 2500 krónur.