Byrjunarliðið gegn Trinidad & Tobago
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Trinidad & Tobago. Liðin mætast á Loftus Road í Lundúnum í kvöld og hefst bein útsending Sýnar kl. 19:30.
Leikurinn í kvöld er sá fyrsti undir stjórn Eyjólfs og hefur hann ákveðið að gefa Helga Val Daníelssyni og Emil Hallfreðssyni tækifæri í byrjunarliðinu, en þeir félagar hafa aldrei áður verið í byrjunarliði í A-landsleik.
Stillt hefur verið upp í hefðbundna 4-4-2 leikaðferð. Reikna má með að áhersla verði lögð á skipulagðan varnarleik með fjögurra manna varnarlínu og tvo varnarsinnaða miðtengiliði, en að kantmennirnir fái frelsi til að sækja af krafti. Þá mun Eiður Smári væntanlega leika aðeins fyrir aftan Heiðar í framlínunni.
Byrjunarliðið (4-4-2)
Markvörður:
Árni Gautur Arason.
Hægri bakvörður:
Helgi Valur Daníelsson.
Vinstri bakvörður:
Indriði Sigurðsson.
Miðverðir:
Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson.
Hægri kantmaður:
Grétar Rafn Steinsson.
Vinstri kantmaður:
Emil Hallfreðsson.
Tengiliðir:
Jóhannes Karl Guðjónsson og Stefán Gíslason.
Framherjar:
Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði) og Heiðar Helguson.