Undirbúningshópur fyrir EM U19 kvenna 2007
Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 28 manna undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí 2007. Undirbúningur íslenska liðsins hefst í mars á þessu ári.
Þetta fyrsta sinn sem úrslitakeppni í Evrópumóti kvennalandsliðs fer fram hér á landi. Undirbúningur íslenska liðsins hefst formlega nú í mars með þrekmælingum.
Kappkostað verður við að undirbúa liðið eins vel og unnt er fyrir mótið og mun hópurinn koma reglulega saman fram að móti. Hópurinn sem nú hefur verið valinn er þó á engan hátt endanlegur hópur - nýjum leikmönnum verður bætt við ef ástæða er til.
Sjá einnig fyrri frétt.
Á mynd: Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 landsliðs kvenna, ásamt Klöru Bjartmarz, skrifstofustjóra KSÍ.