• fös. 24. feb. 2006
  • Landslið

Vítaspyrnukeppni ef jafnt eftir 90 mínútur

Vítaspyrnukeppni
penaltyshootout1

Vináttulandsleikur Íslands gegn Trinidad & Tobago  á þriðjudag er dálítið óvenjulegur fyrir þær sakir að hann fer fram á hlutlausum velli, á Loftus Road í Lundúnum. 

En það er annað atriði við þennan leik gerir hann mjög sérstakan - ef jafnt verður að venjulegum leiktíma loknum fer fram vítaspyrnukeppni milli liðanna. 

Í húfi er veglegur verðlaunagripur sem sigurliðið hlýtur, þannig að Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, á möguleika á að vinna titil í sínum fyrsta leik með íslenska liðið .....

Leikurinn fer sem fyrr segir fram á þriðjudag og hefst bein útsending Sýnar kl. 19:30