Fyrstu leikirnir undir stjórn nýrra þjálfara
Þriðjudaginn 28. febrúar vera A og U21 landslið karla í eldlínunni og leika vináttulandsleiki á erlendri grundu. Um er að ræða fyrstu leiki liðanna undir stjórn nýrra landsliðsþjálfara.
Eyjólfur Sverrisson stýrir A landsliðinu í fyrsta sinn gegn Trinidad & Tobago, en liðin mætast á Loftus Roas í Lundúnum og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 19:30.
Lúkas Kostic tók við U21 liðinu af Eyjólfi, en hann þjálfar einnig U17 landslið karla. Fyrsta verkefni Lúkasar með U21 liðið er leikur gegn Skotum á Firhill Stadium í Glasgow, á sama tíma og A liðið er að spila í Lundúnum.
Byrjunarlið íslensku liðanna verða væntanlega tilkynnt að morgni leikdags, þriðjudaginn 28. febrúar.