• þri. 21. feb. 2006
  • Landslið

Skotar tilkynna U21 hópinn gegn Íslendingum

Jim Leighton er markmannsþjálfari skoska liðsins
leighton04

Skotar hafa tilkynnt U21 landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Íslendingum á Firhill leikvanginum í Glasgow 28. febrúar næstkomandi.  Í hópnum eru að mestu leikmenn frá skoskum félagsliðum, en nokkrir leika í ensku deildarkeppninni.

Þess má geta að markmannsþjálfari skoska U21 liðsins er enginn annar en Jim Leighton (á mynd), sem var í marki skoska landsliðsins til margra ára og lék m.a. með Aberdeen og Manchester United.  Knattspyrnuáhugafólk kannast kannski líka við annan þjálfara liðsins, Maurice Malpas, sem vann sér það til frægðar að skora mark með þrumufleyg fyrir Skotland gegn Brasilíu á HM 1986 í Mexíkó.

U21 landsliðshópur Skota

Markverðir

Cameron Bell - Kilmarnock

David Marshall - Celtic

Iain Turner - Everton

Varnarmenn

Alexander Diamond - Aberdeen

Alan Hutton - Rangers

William Kinniburgh - Motherwell

Charlie Mulgrew - Celtic

Steven Watt - Swansea City

Steven Whittaker - Hibernian

Tengiliðir

Charlie Adam - Rangers

Rocco Quinn - Celtic

Martin Scott - Livingston

Kevin Thomson - Hibernian

Ross Wallace - Celtic

Mark Wilson - Celtic

Martin Woods - Sunderland

Framherjar

David Clarkson - Motherwell

Calum Elliot - Hearts

Steven Fletcher - Hibernian

Ross McCormack - Rangers

Steven Naismith - Kilmarnock

Liðsstjórn

Maurice Malpas (þjálfari)

Jim Sinclair (þjálfari)

Jim Leighton (markmannsþjálfari)

Jonny Gordon (læknir)

David Wylie (sjúkraþjálfari)