Breytingar á staðalsamningi KSÍ
Á ársþingi KSÍ 11. febrúar síðastliðinn voru samþykktar breytingar á staðalsamningi KSÍ (staðalformi leikmannasamninga). Allir samningar leikmanna sem gerðir eru frá og með 11. febrúar þurfa því að vera á nýju eyðublaði.
Samningsformið má nálgast hér á vefnum, undir eyðublöð hér niðri til vinstri.
Helstu breytingar varðandi félagaskipti og samninga sem voru samþykktar á ársþinginu eru:
- Tímabundin félagaskipti milli landa skulu að lágmarki ná næsta félagaskiptatímabili (sbr. FIFA).
- Heimilt sé að fleiri en þrír leikmenn utan Evrópska efnahagssvæðis séu skráðir í 1. aldursflokki, þó að ekki fái fleiri en þrír að vera á leikskýrslu í hvert sinn.
- Félagaskipti yngri en 18 ára séu ekki heimil milli landa, nema undanþága sé veitt og skilyrðum FIFA fullnægt, undanþága sótt til samninga- og félagaskiptanefndar (sbr. FIFA).
- Leyfilegt að gera leikmannssamninga í Landsbankadeild karla til að allt að 5 ára, nema við leikmenn yngri en 18 ára, þar sem 3 ár eru hámark (sbr. ákvæði FIFA).
- Möguleg félagaskipti markvarða í sérstökum tilvikum utan félagaskiptatímabils (sbr. UEFA).
- Heimild til að gera leikmannssamninga í Landsbankadeild kvenna.
- Mögulegar heildargreiðslur til sambandsleikmanna hækkaðar í 300.000 kr.