• fös. 17. feb. 2006
  • Landslið

Undirbúningur fyrir EM U19 kvenna 2007 hafinn

EM U19 landsliða kvenna
em_u19_kvenna

Knattspyrnusamband Íslands mun í tilefni af 60 ára afmæli sambandsins halda úrslitakeppni Evrópumóts U19 landsliða kvenna sumarið 2007. 

KSÍ hefur hug að efla og styrkja, með markvissum hætti, þann hóp sem mun taka þátt í úrslitakeppninni, en það lið munu skipa leikmenn sem fæddir eru árið 1988 og síðar.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, U19 liðs Íslands, hefur valið rúmlega 25 manna undirbúningshóp fyrir mótið og verður hann kynntur á fundi með fulltrúum viðkomandi félaga, sem hafa þegar verið boðaðir á fundinn, en aðrir áhugasamir þjálfarar eru að sjálfsögðu einnig velkomnir. 

Á fundinum verður einnig farið yfir undirbúning liðsins fram að mótinu og mun KSÍ leita eftir samstarfi við félög leikmanna í því skyni að undirbúa leikmenn liðsins eins vel og kostur er. 

Miklar vonir vonir eru bundnar við að góður árangur náist í úrslitakeppninni sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á kvennaknattspyrnu á Íslandi.

Umræddur fundur fer fram laugardaginn 25. febrúar kl. 13:00 á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.