Landsliðshópurinn gegn Trinidad & Tobago
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt fyrsta hóp sinn síðan hann tók við stjórn liðsins síðastliðið haust. Íslenska liðið mætir Trinidad & Tobago í vináttulandsleik á Loftus Road í Lundúnum 28. febrúar.
Enginn nýliði er í hópnum og á meðal leikmannanna 18 eru tveir leikmenn sem ekki léku landsleik á síðasta ári - þeir Ívar Ingimarsson, sem síðast lék með liðinu gegn Englandi árið 2004, og Grétar Ólafur Hjartarson, sem lék sinn fyrsta og eina landsleik árið 2002, gegn Brasilíu, en í báðum tilfellum var um að ræða 1-6 tap íslenska liðsins.